top of page

Sundlaugin Laugaskarði

Ein elsta og glæsilegasta sundlaug landsins. Náttúrulegt gufubað.


Sundlaugin í Laugaskarði er af mörgun talin ein fallegasta sundlaug landsins. Laugin sjálf er 50 metra löng og 12 metra breið og var hún lengi langstærsta sundlaug landsins. Hún er svokölluð gegnumrennslislaug, hituð upp með jarðgufu, sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins. Laugin er í skjólsælli hvilft sem veit gegn suðri, norðan Varmár. Á sundlaugarsvæðinu er heit, grunn setlaug, kaldur pottur, heitur pottur með vatnsnuddi og náttúrulegt gufubað. Í sundlaugarhúsinu er líkamsræktarsalur sem er rekinn af íþróttafélaginu Hamri. Austan við laugina eru tveir strandblaksvellir. Opnunartímar: Sumaropnun 15. maí til 14. sept Mánudaga – föstudaga: 06:45- 21:30 Laugar- og sunnudaga: 09:00 – 19:00 Vetraropnun, 15. sept til 14. maí Mánudaga til föstudaga: 06:45- 20:30 Laugar – og sunnudaga: 10:00-17:30 Sundlaugin Laugaskarði Laugaskarði 810 Hveragerði Sími: 483-4113 Netfang: laugaskard@hveragerdi.is https://sundlaugar.is/sundlaugar/sundlaugin-laugaskardi/


bottom of page