top of page
briem.jpg
þettalidur2.jpg
kveikjan.jpg

Listir & menning.

Hveragerði hefur í gegnum tíðina getið sér orð sem lifandi lista- og menningarbær og þangað hafa sótt listamenn, skáld og tónlistarfólk til búsetu til lengri og skemmri tíma. Fjölbreyttar uppákomur, lifandi tónlist, listsýningar og aðrir viðburðir.

list3.jpg

Listasafnið

Listasafn Árnesinga er sameiginlegt listasafn átta sveitarfélaga.

Í fjórum rúmgóðum sýningarsölum er settar upp vandaðar sýningar, innlendar og erlendar, sem endurspegla menningararfleifð okkar og mótun hennar í dag. Hverri sýningu er fylgt úr hlaði með sýningarskrá, upplýsingum og fræðslu- og afþreyingardagskrá.

Á staðnum er bjartur setkrókur þar sem gestir geta tyllt sér í rólegu umhverfi og kynnt sér margvísleg upplýsingarit um myndlist.

Notaleg kaffitería og leiksvæði fyrir börn er á staðnum.

Listasafnið stendur við Austurmörk 21.

frumskogar.jpg

Þetta líður hjá

Steinlistaverkið „Þetta líður hjá“ eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur stendur við bakka Varmár. Stóllinn snýr í há suður og í honum geta allir notið notið kyrrðar og fallegs útsýnis yfir ána. Með setu í stólnum og verkinu sjálfu erum við minnt á að að líkt og áin líður hjá þá munu vandamál og verkefni lífsins sem oft virðast óyfirstíganleg einnig líða hjá. Stutt gönguleið er að listaverkinu frá bílastæði Leikskólans Undralands við Þelamörk.

þettalidur2.jpg

Skáldin og sagan

Á árunum 1940-1965, var Hveragerði þekkt fyrir listamennina sem þar bjuggu, en þar voru skáld og rithöfundar, tónskáld, listmálarar og myndhöggvarar. Þar má nefna skáldin og rithöfundana Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk og Gunnar Benediktsson og einnig hinn landskunna hagyrðing sr. Helga Sveinsson, tónskáldið Ingunni Bjarnadóttur og myndlistarmennina Höskuld Bjarnsson, Kristin Pétursson, Ríkarð Jónsson og Gunnlaug Scheving. Flestir þessara listamanna áttu heima í svokölluðum "Skáldagötum" í Hveragerði. Á horni Frumskóga og Heiðmerkur má finna upplýsingaspjald sem tileinkað er þessum kafla í sögu Hveragerðis.   

Lifandi tónlist

Reglulega eru tónleikar og lifandi tónlist í boði í Hveragerði. Fylgstu með viðburðardagatalinu svo þú missir ekki af næsta giggi!

tonlist1.jpg

Ekki sleppa heimsókn í Listasafnið:

bottom of page