top of page

Gönguleiðir

í Hveragerði

Gönguleiðir í og við Hveragerði eru óþrjótandi. Það er vinsælt að fara hinar ýmsu leiðir á eigin vegum og henta þær vel fyrir allan aldur. Hér að neðan eru nokkrar af þeim gönguleiðum sem gaman er að fara.

lista-sogu-kort_edited_edited.jpg
lista-sogu-kort.jpg

Söguganga

Fjölmörg söguskilti hafa verið sett upp víðs vegar um Hveragerði og gera þau grein fyrir sögu og menningu byggðarlagsins. Það er tilvalin gönguleið að ganga á milli söguskilta og fá þannig glögga mynd af sérstakri sögu Hveragerðis. 

Eitt af skiltum bæjarins er á horni Heiðmerkur og Frumskóga. Þar má ganga um svokallaðar Skáldagötur þar sem þjóðþekktir listamenn bjuggu á árunum frá 1940 – 1965. Tilvalið er að hefja sögugönguna þar. 

heilsuleidir-kort.jpg

Heilsugöngur

Ef lagt er upp frá Sundlauginni í Laugaskarði má velja ýmsar útfærslur á hressilegum heilsubótargöngum sem geta verið frá um 2,5 km í rúma 4 km (heilar og brotnar línur á korti). Fræðsluskilti um heilsuleiðirnar er að finna við sundlaugina. Fjölbreyttar æfingastöðvar eru við stíginn  í hlíðum Reykjafjalls.

heilsuleidir-kort_edited.jpg
hveraleið-kort.jpg

Hveraleiðin

Gönguleið meðfram jarðhitasvæði bæjarins og nágrenni með viðkomu í Hveragarðinum þar sem gestum gefst kostur á að smakka á hvera-rúgbrauði og fara í fótabað í heitum leir.

Öflugur jarðskjálfti, um 6,3 á Richterskvarða, reið yfir Suðurland árið 2008. Ummerki skjálftans sjást víða á yfirborði jarðar í og við Hveragerði. Hveravirkni jókst og má m.a. sjá sprungur í hlíðum Reykjafjalls, nálægt Varmá, fyrir ofan Landbúnaðarskólann á Reykjum. Þetta svæði er merkt með brotalínum efst á kortinu. Gæta þarf ítrustu varúðar þegar gengið er um þetta svæði.

hamarogadrar-kort_edited.jpg

Hamarinn og fleira

Það er auðveld og skemmtileg ganga upp á Hamarinn þar sem gott útsýni er yfir Hveragerði og nágrenni. Þá má finna gönguleiðir upp með Varmánni og víðar um bæinn. Það er um að gera að prófa sig áfram og finna leiðir sem henta hverjum og einum. Það er t.d. ekki nema um 3 km ganga inn að þjónustumiðstöðinni í Reykjadal.

hamarogadrar-kort_edited_edited.jpg
bottom of page