top of page

Kormákur og Skjöldur

Herrafataverslun


Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar var stofnuð í Reykjavík fyrir jólin 1996 af Kormáki Geirharðssyni trymbli og Skildi Sigurjónssyni matreiðslumanni. Árið 2006 opnaði Herrafataverzlunin í Kjörgarði, einni elstu verslanamiðstöð Reykjavíkur, eftir að hafa legið í dvala um nokkurra ára skeið. Vörur frá K&S má nú finna víðar á Íslandi og nú er komið útibú frá verslununni í Gróðurhúsinu í Hveragerði. Vöruúrvalið tekur sérstaklega mið af breskri klæðahefð, með áherslu á þykk og góð ullarefni og fatnað sem hentar vel til útivistar og frístunda á norðlægum slóðum. Aðal verslunarinnar hefur ætíð verið alþýðlegt skap eigenda hennar og starfsmanna og sú trú að enginn sé svo illa uppdreginn að ekki megi koma honum til bjargar. Í nokkur ár hafa Kormákur og Skjöldur unnið að því að koma á laggirnar vörumerkinu Icelandic Tweed og framleiða undir því tweed-efni ofið alfarið úr íslenskri ull. Ullin kemur frá öllum hornum Íslands, ullarbandið er spunnið af Ístex í Mosfellsbæ og er svo tweedið ofið í einni af bestu ullarmillum Evrópu. Austurmörk 6 810 Hveragerði Tel: +354-464-7336 Website: www.thegreenhouse.is Email: info@thegreenhouse.is


bottom of page