top of page

66°Norður

Með þjóðinni í yfir 90 ár


66°Norður var stofnað til að mæta lífsnauðsynlegri þörf fyrir vinnufatnað fyrir sjómenn og síðar björgunarsveitafólk. Gæði, ending og notagildi eru gamalgróin gildi okkar, bæði vegna íslenskrar veðráttu, sem er krefjandi og síbreytileg, og vegna þess að í svona litlu samfélagi hafa viðskiptavinir okkar ávallt verið vinir okkar, fjölskylda og nágrannar. Í dag framleiðum við fatnað sem gerir líf og starf mögulegt hér á hjara veraldar þar sem væri annars ekki neitt. Viðskiptahættir okkar varðveita sömuleiðis náttúruna og vernda norðurslóðir á tímum þegar umhverfið á undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga. 66°Norður er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins og byggir á arfleifð Sjóklæðagerðar Íslands sem var stofnuð árið 1926 með það fyrir augum að framleiða skjólgóðan fatnað fyrir íslenska sjómenn sem buðu Norður-Atlantshafinu byrginn. Verslun 66°Norður er ein af verslunum Gróðurhússins í Hveragerði. 66° North Austurmörk 6 810 Hveragerði Sími: 464 7336 Vefsíða: www.thegreenhouse.is Netfang: info@thegreenhouse.is Sími: 464 7336


bottom of page