top of page

Ölverk

Ljúffengar eldbakaðar pizzur, handverksbrugghús, bjórkynningar og hópefli.


Á Ölverk hafa tveir hlutir verið fullkomnaðir, handverksbjór úr okkar eigin brugghúsi og eldbakaðar pizzur úr deigi sem útbúið er á staðnum daglega. Á bak við hugmyndina að Ölverk liggur einlægur áhugi á eldbökuðum handverkspizzum og bruggun á vönduðum bjórum. Á stuttum tíma hefur Ölverk náð að skapa sér gott orðspor enda afar sérstætt og merkilegt á heimsvísu fyrir brugghús sem Ölverk að nýta jarðhitaorku í framleiðsluferli bjórsins. Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Á Ölverk eru átta bjórkranar með síbreytilegum bjórtegundum framleiddum á staðnum en einnig er gott úrval af vörum frá öðrum íslenskum áfengisframleiðendum. Á matseðli Ölverks er að finna afar fjölbreytt úrval af forréttum, salötum og eldbökuðum pizzum við allra hæfi. Frá stofnun Ölverk vorið 2017 hefur Ölverk framleitt sínar eigin sterku sósur eða ´hot sauce´ og notað við framleiðslu á þeim chili sem ræktaður er af þeirra eigin chili-bónda í gróðurhúsi sem er upphitað með jarðgufu. Heimsókn á Ölverk er til þess fallin að efla starfsanda og skapa góðar minningar og er það okkur sönn ánægja að taka á móti hópum og fyrirtækjum í sérsniðar bjórkynningar, pizzuveislu og aðra afþreyingu eftir áhuga og þörfum hvers hóps. Ölverk Pizza & Brewery Breiðamörk 2 810 Hveragerði Netfang: olverk@olverk.is Sími: 483-3030 Heimasíða: www.olverk.is


bottom of page