Þú ert kveikjan
fim., 17. mar.
|Hveragerði
Á sýningunni Þú ert kveikjan kannar Ingunn Fjóla spennuna á milli reiðu og óreiðu á leikrænan hátt.
Tími og staður
17. mar. 2022, 19:00 – 22. maí 2022, 23:00
Hveragerði, Reykjamörk, Hveragerði, Iceland
Nánari upplýsingar
Á sýningunni Þú ert kveikjan kannar Ingunn Fjóla spennuna á milli reiðu og óreiðu á leikrænan hátt. Innsetningin er fyrst og fremst malerísk, að því gefnu að hægt sé að líta á kerfi mynstra sem malerískt fyrirbæri. Upplifun sýningargesta er hluti af alltumlykjandi kerfi verksins; kerfi sem gestir hafa áhrif þegar þeir ferðast um rýmið og bregðast við þeim vísbendingum sem Ingunn Fjóla hefur byggt inn í verkið. Ætlast er til þess að hreyft sé við innsetningunni, en hvernig sú tilfærsla fer fram veltir upp spurningum um sambandið milli röskunar og myndbyggingar verksins.
Fyrri verk Ingunnar Fjólu hafa að mestu verið málverk og innsetningar. Með því að nota ólík efni, sem á ófyrirsjáanlegan hátt ögra fagurfræðilegri upplifun áhorfenda og hvernig þeir skynja sýningarrýmið, fellir hún saman fyrirframgefnar upplýsingar sem augað nemur við hugmyndafræði sem talar til áþreifanleika líkamans. Áhorfandinn tekur þátt í abstrakt frásögn sem verður til úr ýmiskonar flötum og sjónarhornum. Málaðir fletir í höfundarverki Ingunnar Fjólu vísa í ýmsar áttir – stundum minna þeir á skilrúm eða göngupall en öðrum stundum á merki, svið eða skjá.