top of page

Megi hönd þín vera heil - Jakob Veigar Sigurðsson

lau., 02. sep.

|

Listasafn Árnesinga Hveragerði

Jakob Veigar (1975) starfar og býr í Vínarborg en er uppalinn í Hveragerði. Hann fetaði fremur seint inn á veg myndlistarinnar eftir að hafa snúið baki við byggingariðnaðinum og snúið sér að Myndlist . Hann útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2016.

Megi hönd þín vera heil - Jakob Veigar Sigurðsson
Megi hönd þín vera heil - Jakob Veigar Sigurðsson

Tími og staður

02. sep. 2023, 15:00 – 22. des. 2023, 17:00

Listasafn Árnesinga Hveragerði, Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Ísland

Nánari upplýsingar

Jakob Veigar (1975) starfar og býr í Vínarborg en er uppalinn í Hveragerði. Hann fetaði fremur seint inn á veg myndlistarinnar eftir að hafa snúið baki við byggingariðnaðinum og snúið sér að Myndlist . Hann útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2016 og sem „Herr Magister“ í myndlist frá Akademie der bildenden Künste í Vínarborg 2019.

Jakob er einnig með BA gráðu í byggingatæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Málverkið er hans aðal miðill og er innblásið af persónulegri reynslu, alkóhólískum huga sem reynir að skilja samfélagið sem hann dvelur í á hverjum tíma ásamt djúpri tengingu hans við náttúruna.

Jakob hefur á ferðalögum á framandi slóðir m.a annars Indland og Íran notað myndlistina til að dýpka skilning og tengingu við framandi menningu. Þrátt fyrir stutta viðkomu í myndlistinni er verk Jakobs að vinna í einkasöfnum víða um heim og hafa verk hans verið sýnd ásamt Íslandi víða…

Google Maps were blocked due to your Analytics and functional cookie settings.

Share this event

bottom of page