top of page
Kveikt á jólatrénu
sun., 03. des.
|Lystigarðurinn, Hveragerði
Ljósin verða tendruð á jólatré Hveragerðisbæjar í Lystigarðinum Fossflöt á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 3. desember klukkan 17.
Tími og staður
03. des. 2023, 17:00 – 18:00
Lystigarðurinn, Hveragerði, 2R28+HP4, 810 Hveragerði, Ísland
Nánari upplýsingar
Ljósin verða tendruð á jólatré Hveragerðisbæjar í Lystigarðinum Fossflöt á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 3. desember klukkan 17.
- Barnakór kirkjunnar syngur, dansað verður í kringum jólatréð
- Njörður Sigurðsson forseti bæjarstjórnar flytur ávar
- Unnur Birna Björnsdóttir kemur fram ásamt Jólatríói og jólasveinarnir kíkja í heimsókn úr Reykjafjalli.
- Kynnir er Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi.
- Skátafélagið Strókur býður upp á heitt kakó í Skátaheimilinu fyrir athöfnina, klukkan 16-17, í Skátaheimilinu að Breiðumörk 22. Með kakóinu verða kleinur til sölu en kleinusalan er liður í fjáröflun fyrir ferð á landsmót sumarið 2024. Gott ef sem flestir geta tekið með sína eigin bolla undir kakóið til að lágmarka notkun einnota umbúða.
Mætum og eigum saman skemmtilega stund í byrjun aðventu!
bottom of page