top of page

Kosmos Kaos - Ragnheiður Jónsdóttir

lau., 02. sep.

|

Hveragerði

Ragnheiður er einn virtasti listamaðurþjóðarinnar og hlaut hún í ár heiðursviðurkenningu frá Myndlistarráði fyrir einstakt framlag til íslenskrar myndlistar.

Kosmos Kaos - Ragnheiður Jónsdóttir
Kosmos Kaos - Ragnheiður Jónsdóttir

Tími og staður

02. sep. 2023, 15:00 – 22. des. 2023, 17:00

Hveragerði, Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Ísland

Nánari upplýsingar

Ragnheiður er einn virtasti listamaður þjóðarinnar og hlaut hún í ár heiðursviðurkenningu frá Myndlistarráði fyrir einstakt framlag til íslenskrar myndlistar.

Ragnheiður hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1968 og hefur frá þeim tíma unnið óslitið að myndlist til dagsins í dag. Þráðurinn í verkum Ragnheiðar er sjálfblekkingin – blindnin – græðgin – einsemdin – andvaraleysið – umhverfið – heimurinn okkar. Ragnheiður segir að myndlist sé í hennar huga samtal listamannsins og áhorfandans. Að tilganginum sé náð þegar að henni tekst að rumska við áhorfandanum.

Ragnheiður Jónsdóttir er Árnesingur í báðar ættir. Móðir hennar Sigurbjörg var dóttir Ingvars Hannessonar bónda að Skipum Stokkseyrarhreppi og fyrri eiginkonu hans Vilborgar Jónsdóttur frá Sandlækjarkoti Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ingvar bóndi á Skipum og Ásgrímur Jónsson listmálari voru systrasynir. Mæður þeirra voru systurnar Sigurbjörg og Guðlaug frá Vantsholti í Flóa. Faðir Ragnheiðar var Benedikt sonur Guðjóns Jónssonar bónda frá Seli og eiginkonu hans Kristjönu Jónsdóttur frá Grímsfjósum…

Google Maps were blocked due to your Analytics and functional cookie settings.

Share this event

bottom of page