Hengill Ultra 2024
fös., 07. jún.
|Hveragerði
Salomon Hengill Ultra Trail verður haldið í 13. sinn dagana 7. og 8. júní 2024. Á þessari stórbrotnu hlaupaleið voru yfir 1300 þátttakendur sem tóku þátt í síðasta hlaupi sem gerir Hengill Ultra að stærsta utanvegarhlaupi Íslands.
Tími og staður
07. jún. 2024, 08:00 – 08. jún. 2024, 17:00
Hveragerði, Breiðamörk, 810 Hveragerði, Iceland
Nánari upplýsingar
Boðið verður uppá fjölbreyttar hlaupaleiðir; 5K, 10K, 26K, 53K og 106K.
Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður í miðbæ Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum. 26km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. 53km hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 106km fara þá leið tvisvar. Útsýnið er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi.
Á meðan Hengill Ultra er í gangi þá breytist Hveragerði í hlaupa karnival með sölusýningu í íþróttahúsinu. Þar verða einnig allir brautarfundir fyrir hverja vegalengd fyrir sig ásamt verðlaunaafhendingu. Hveragerði ljómar öll og hefur nóg upp á að bjóða fyrir gesti.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Víkingamótaraðarinnar