fös., 03. jún.
|Hveragerði
Hengill Ultra
Stærsta utanvegahlaup Íslands ár hvert!
Tími og staður
03. jún. 2022, 19:00 – 04. jún. 2022, 23:00
Hveragerði, Hveragerði, Iceland
Nánari upplýsingar
Salomon Hengill Ultra Trail verður nú haldin í ellefta sinn dagana 3. og 4. júní 2022. Á þessari stórbrottnu hlaupaleið voru yfir 1300 keppendur sem tóku þátt í síðasta hlaupi sem gerir Hengill Ultra að stærsta utanvegar hlaup Íslands.
Eins og í fyrra verður hlaupið í 5km, 10km, 26km, 53km og 106km, einnig bætist þá við 160km braut sem er 100 mílur og verður áfram boðið upp á þá vegalengd. Það er eitthvað fyrir alla, allt frá léttri 5km leið upp í 160km fyrir þau allra hörðustu!
Næsta sumar verður boðið upp á nýjar útgáfur eða flokka í Salomon Hengil Ultra Trail 2022. Í boði verða miðnætur útgáfur af 10 km, 26km og 53 km vegalengdunum. Ræsing í þá flokka verður klukkan 22:00 föstudagskvöldið 3. júní og verða aðeins 100 keppendur í 26 km og 53 km og 200 keppendur í 10 km brautina en sú braut var kynnt ný inn í sumar og sló rækilega í gegn enda mikil ævintýra slóð.