Blómstrandi dagar
fös., 18. ágú.
|Hveragerði
Bæjarhátíð Hvergerðingar "Blómstrandi dagar" verða haldnir 18 .- 20. ágúst 2023. Við bjóðum gesti velkomna. Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða hefur aukist ár frá ári jafnt og gestafjöldi.
Tími og staður
18. ágú. 2023, 13:00 – 20. ágú. 2023, 20:00
Hveragerði, Reykjamörk, 810 Hveragerði, Iceland
Nánari upplýsingar
Fjölbreyttar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum. Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa.
Blómstrandi dagar er fjölskyldu, menningar og heilsuhátíð án áfengis og eru foreldrar hvattir til þess að virða útivistartíma barna og unglinga. Bæjarbúar leggja hátíðinni lið með því að skreyta sitt hverfi og sinn garð. Mikil stemning hefur líka myndast í kringum bílskúrsmarkaði og gallerí út um allan bæ.
Verðlaun verða veitt fyrir fallegustu, frumlegustu og mestu garða og húsaskreytingarnar og fyrir fallegustu götuna.
Alla helgina verður líf og fjör í bænum fyrir alla fjölskylduna.
Fylgist með hátíðinni á Facebook síðu Blómstrandi daga