fös., 30. jún.
|Hveragerði
Blóm í bæ
Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ er haldin í Hveragerði á hverju ári. Sýningarnar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.
Tími og staður
30. jún. 2023, 08:00 – 02. júl. 2023, 20:00
Hveragerði, Breiðamörk, 810 Hveragerði, Iceland
Nánari upplýsingar
Fjöldi spennandi viðburða verða á sýningunni á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu. Náttúruupplifun, sögugöngur, jóga, núvitundar- og álfagöngur, markaðir, tónlistaratriði og margt, margt fleira.
Fjölmargir faglærðir blómaskreytar, innlendir sem erlendir, hafa unnið hörðum höndum að hönnun skreytinga úr íslenskum blómum sem hafa prýtt aðalgötu bæjarins og Lystigarðinn.
Frá Fossflötinni upp Varmárgil hafa Land Art skreytingar verið áberandi. Þær eru unnar úr náttúruefnum sem eru í nærumhverfinu og eyðast þær í náttúrunni með tímanum.
Njótum, skoðum og upplifum