top of page

Upplýsinga-miðstöð Suðurlands

Upplýsingar um allt varðandi ferðalög um Hveragerði og Suðurland.


Upplýsingamiðstöð Suðurlands er staðsett í verslunarmiðstöðinni í Sunnumörk 2-4 í Hveragerði. Þar getur þú nálgast upplýsingar fyrir ferðalag þitt um Hveragerði og Suðurland. Fjöldi bæklinga, ferðakorta og annarra upplýsinga. Á sama stað er sýningin Skjálfti, þar sem bæði má fræðast um stóra jarðskjálftann sem varð í nágrenni Heragerðis árið 2008 og upplifa hann á eigin skinni. Í jarðskjálftahermi er hægt að upplifa jarðskjálfta sem er yfir 6 á Ricter og sjá sprungu sem er í gólfinu og upplýst sem talin er vera 4000 – 5000 ára gömul. Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvarinnar býður alla ferðamenn velkomna í heimsókn. Opnunartímar: Mán-fös: 8.30-17.00 Upplýsingamiðstöð Suðurlands Sunnumörk 2-4 810 Hveragerði Sími: 483-4601 Netfang: tourinfo@hveragerdi.is


bottom of page